mánudagur, 26. nóvember 2007

Smá afsláttur

Vegna lasleika undanfarið var þetta í skilaboðaskjóðu dagsins.
“Að tóna æfinguna aðeins niður, 4 * 800 @ 3:50 ætti að vera auðvelt og taka síðan 4 * 800 @ 3:40 og auðvitað þetta rólega 400 á milli ekkert stopp og láttu duga U/N 2 km”.
Þetta var þegið með þökkum og þetta gekk ágætlega, þurfti alveg að hafa fyrir. Í lok æfingarinnar var ég ekki viss hvort voru búnir sjö eða átta sprettir svo ég fór einn til öryggis, maður getur ekki verið þekktur fyrir að fara ekki alla æfinguna þegar er meira að segja búið að tóna hana niður fyrir mann. Þegar heim kom og tókst að finna garmin í tölvunni, með góðri hjálp Evu, þá kom í ljós að sprettirnir voru samtals 9 ;-)
En í skilaboðunum var líka að þetta væri ekki lykilæfing þannig að það er best að ofkætast ekki með þetta
Lykilæfingin er á miðvikudag og best að stilla hugan á það.

Hálftíminn bíður á morgunn, rólegur og á að vera endurnærandi mmm.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim