þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Glötuð æfing er glötuð æfing

Þegar maður kemst ekki á æfingu þá er hún einfaldlega glötuð og ekki þýðir að reyna að fara hraðar næsta dag eða tvisvar eða eitthvað álíka bakkaklór. Í besta falli kemst maður á æfingu og getur haldið áfram eftir prógramminu. Það besta sem hægt er að gera við glötuðu æfingar er að gleyma þeim. Fossvogurinn bíður á morgunn og vonandi verð ég þar. Og kannski fleiri hlaupavinir mínir, búnir að jafna sig af pestum og hnéveseni.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ja ég verð allavega í Hálftímanum í fyrramálið. Hleyp á eftir þér og spjöllum í pottinum
Bibba

21. nóvember 2007 kl. 13:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki enn tilbúin í hlaup, er að drepast úr hósta....Eins og veðrið er fallegt þá hefði verið tilvalið að hlaupa Fossvoginn. En engin skynsemi í því miða við ástand. Vona að ég komist á laugardaginn á æfingu og sjái þig hressa þar kveðja, Hafdís

21. nóvember 2007 kl. 14:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Og þó að maður jafnvel mæti á æfingu getur hún verið glötuð.

21. nóvember 2007 kl. 20:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Einmitt sem mér datt líka í hug en það er nú alltaf einhver glæta ef maður mætir þó ekki sé nema að maður hittir skemmtilegt fólk.

22. nóvember 2007 kl. 16:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hafís mín batnaðaróskir frá mér vonandi verðum við hressastar á laugardaginn

22. nóvember 2007 kl. 16:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim