þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Hálftíminn

Mættir: Jóhanna
Haupið í glerhálku og niðamyrkri á 40 mín. En samt stytt um 300m. Eins gott að prógrammið segi að það væri heimska að hlaupa þessa æfingu hratt.
Potturinn: Kaldur og ekki nokkur maður sjáanlegur – hélt fyrst að laugin væri lokuð.
Pæling dagsins: Hvað er ég eiginlega að pæla.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Einmitt Jóhanna hvað ertu að pæla ? Fara í maraþon í janúar úff, púff ekki auðvelt. En það er líka gaman að takast á við erfið verkefni ekki satt. Ég reikna með að mæta á æfingu á morgun með Laugaskokk sjáumst þá, kveðja Hafdís

27. nóvember 2007 kl. 14:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert bara nagli enda vinkona mín:)Mundu þetta er góðar æfingar þó þú mætir bara ein Sí jú

27. nóvember 2007 kl. 14:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég man einmitt eftir einni sem kom keyrandi úr efri byggðum í niðamyrkri til að hlaupa hálftímann. hvað er langt síðan

27. nóvember 2007 kl. 19:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það verður allt annað á fimmtudagsmorguninn. Þá verður fullt af fólki í hálftímanum :)
Bibba

27. nóvember 2007 kl. 21:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jóhanna það er ekkert sniðugt að vera að skokka í dalnum alein í myrkrinu. Þú ættir að tryggja þér hlaupafélaga daginn áður. Ég er örugglega tilkippileg öðru hvoru :-)

27. nóvember 2007 kl. 22:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála Elínu. Er búin að gefast upp á að hlaupa ALEIN í SVARTAMYRKRI í gegnum Elliðaárdalinn á leiðinni í vinnuna. Alltaf með hjartað í buxunum þegar ég mæti einhverjum köllum á vappi...

28. nóvember 2007 kl. 09:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Úr efri byggðum er það að frétta að ég ætti að fara mæta með þér.Jólaösin að byrja og engin sjéns að fá að stinga af úr búðinni:(

28. nóvember 2007 kl. 21:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim