laugardagur, 24. nóvember 2007

Eyjólfur hressist

Svona átti æfingin að vera:
Rólegt 15 km @ 5:50 síðan jafnt 5 km @ 5:20 24k

Fullt af fólki mætt í Laugar í morgunn. Gaman að sjá Elínu og Hafdísi, hvernig þær myndu koma undan hnévanda og pest.
Þó er smá skrekkur að hafa hlaupafélaga því þá þarf maður að standa sig. Það er ekki hægt að panta sér hlaupafélaga og vera svo alveg á hælunum, komast ekkert áfram, labba sumar brekkur og hengslanst áfram á köflum eins og síðustu tvo laugardaga.
Sem sagt fullt af fólki mætt og við ákváðum að hlaupa með hópnum til að byrja með en þar sem hópurinn er búinn að tileinka sér stundvísi foringjans þá leggja þau af stað á mínútunni Þótt hann sé ekki á staðnum og ekki Bogga heldur.
Við Elín, Summi, Hafdís og Annabella, Edda og Krisín lögðum af stað örlítið seinna, hlupum saman til að byrja með eftir 2-3km hlupum við uppi fyrstu laugaskokkarana voða góð með okkur bara spurning hvenær við næðum næsta holli en við sáum ekki fleiri fyrr en við mættum Pétri Ísleifs, Ástu Öggu og Sigrúnu og Ingólfi Sveinss. í humátt á eftir þeim, út við flugvöll eftir ca 8km þau hafa greinilega farið öfuga leið miðað við okkur. Svo að lokum mætti ég Kolbrúnu og Ingu sem voru líka að klára langa æfingu mjög sprækar.
Pöntuðu hlaupafélagarnir eru greinilega að koma vel undan pest/hnéveseni því Elín var komin á meiri hraða í dalnum og hvarf hjá Borgarspítalanum og Hafdís var sterk miklu sterkari en ég, hljóp eins og klukka æfinguna.Við hlaupavinkonurnar eru greinilega að hressast.

Svona var æfingin:
Rólegt 15km @5:47 og síðan ójafnt 5km @5:25, 6:05, 5:50, 5:55 og 5:26
Ekki séns að hafa þetta jafnt ekkert að drepast en komst bara ekki hraðar 2.3.og 4.k

Ein vikan liðin enn í þessum undirbúningi. – 9 eftir.

Mæli með: Hlaupanærbuxum frá Daníel Smára, þær eru æði.

Auglýsi eftir ráði við: Viðkvæmnis-verkjum í maga í nokkra klst. eftir langar æfingar

7 Ummæli:

Blogger Bogi sagði...

Geggjað flott blogg og einstaklega skemmtilegt. Ég hef lesið fleiri þúsund bloggsíður og þessi er án efa sú besta. Það er greinilegt að þetta er ekki fyrsta bloggsíðan sem þú hefur haldið úti. Verst að ég er eiginlega alveg hættur að sinna náminu þar sem ég er alltaf fastur yfir þessari síðu. Endilega pósta meira svo ég geti bara skráð mig úr náminu pg farið að einbeita mér að þessari síðu.

Kveðja, Bogi.

24. nóvember 2007 kl. 19:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það hefði nú ekki verið slæmt að hlaupa með ykkur í þessu fallega veðrií gær. En ég sat bara heima með snýtubréfið fyrir framan mig. Sjáum til hvort ég verði orðin nógu hress til þess að gera eitthvað á morgun mánudag.

Kv Bogga

25. nóvember 2007 kl. 14:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta var flott hjá okkur Jóhanna, næsta langa æfing verður fullkomin...

26. nóvember 2007 kl. 09:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bogga mín. Þetta er orðin ágætur pestarskammtur hjá þér þú kemur vonandi á mánudag.
Ekki spurning Hafdís næsta langa verður fullkomin ;)

26. nóvember 2007 kl. 13:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegt, gott að þér er batnað.

26. nóvember 2007 kl. 17:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jóhanna það var ekki leti sem að kom í veg fyrir að kæmi á æfingu. Mér þótti það meiri en nóg áreynsla í dag að druslast í vinnuna og hósta smá í leiðinni. Bíð spennt eftir að geta hlaupið á ný enda er þetta farin að verða heldur löng hvíld frá öllu sprikli.

Kv Bogga hin hlaupaþyrsta

26. nóvember 2007 kl. 20:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bogga- Ég veit þú mundir svo mikið helst af öllu koma og hlaupa, pestin hefur náð þér illa. En vinna í dag þá mætirðu örugglega á næstu æfingu. tónar aðeins niður fyrstu æfingarnar e. pest. svo verðurðu betri en nokkurntíma áður.

26. nóvember 2007 kl. 22:42  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim