sunnudagur, 30. desember 2007

Frost-ófærð, rok og skemmtilegt fólk.

Lagði af stað í morgunn að heiman og fór strax inn aftur til að fara í auka peysu. Skokkaði svo í Laugar og hitti þar slatta af laugaskokkurum. M.a Mundu kappklædda, ég fékk stuðning félagana í að telja Mundu trú um að hún væri of mikið klædd sem munaði utanyfirbuxunum hennar. Þannig ákotnuðust mér utanyfirbuxur sem björguðu mér alveg á þessari frost-æfingu.
Brunað af stað flestir saman fyrst, leiðin var Sæbrautin og vestur á Nes. Smá saman skildu leiðir margir fóru upp hjá Eiðistorgi.
Tuttugu km. síðar komum við í aftur Laugar. Lengst af hljóp ég með glennum+dúkkulísum+snata og Pétri Ísl. Sem var eins og fyrri daginn betri en enginn. Æfingunni lauk síðan með 2km á brettinu. Þar með lauk æfingu sem sem lagði sig á 5:53meðaltempó samkvæmt garminum. –reyndar dálítið rikkjótt.
Nú er bara að hvíla rosa vel fyrir gamlárs. (á að hlaupa ótrúlega hratt samkv. Prógramminu).
Frostrós dagsins er Agga sem var frosin út við Gróttu en hljóp samt áfram í Laugar.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef það er skemmtilegt fólk þá er allt í lagi með rok og ófærð :)
Bibba

2. janúar 2008 kl. 09:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Infatuation casinos? distend onto this young [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] circumvent and tergiversate online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also scrutinize our blooming [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] mix up through at http://freecasinogames2010.webs.com and uplifting gone and forgotten law affluence !
another late-model [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] splash is www.ttittancasino.com , because german gamblers, invade upon erstwhile well-wishing online casino bonus.

9. mars 2010 kl. 22:51  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim