fimmtudagur, 27. desember 2007

Annar í jólum.

Steikarhlaup hjá Laugaskokki. Sá fram á ófærðarhlaup með tilheyrandi hægagangi. Prógrammið sagði: "Fossvogur jafnt = 13km." Svippaði þessum 13km inná brettið- gerist ekki jafnara. Gekk mjög vel = 69mín. Frétti að Laugaskokks-æfingin hefði verið skemmtileg þar sem Laugaskokkarar sameinuðust Vinum Gullu og hlupu um miðbæ Reykjavíkur m.a. gömlu sprettleiið NFR í Grjótaþorpinu.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vona að steikin hafi brunnið jafn glaðlega á brettinu og með Vinum Gullu.

Steikin mín brann á hvorugum staðnum þannig að það lítur illa út með keppni á gamlársdag, en ég mun engu að síður selja mig dýrt. Rándýrt.

Gangi þér annars vel í prógramminu,

kær kveðja,
Davíð

28. desember 2007 kl. 23:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim