fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Hlaupasjúklingar í Sólaríkinu

Líður að hlaupi í Tampa. Fórum á æfingu með Bradenton-running club á þriðjudag. Mjög gaman. Hlóp 6 mílur á 5:15 tempói eða maraþon-draumahraðanum. Svo aftur í gærmorgunn recovery 6 mílur á mjöööög rólegu, þreytt þá. Hlakka til í Gasparilla Ég veit að Siggi ætlar 5km þar, veit ekki hvort Inga ætlar að hlaupa. Ég ætla 15km – skal hlaupa eins hratt og ég get (eins og maður geri það ekki alltaf). Ég veit ekki hvað Ívar ætlar að gera- Hann er strax farinn að pæla í hvort hann getur ekki fundið einhvern til að fylgja ;)

Verð að segja að lokum að Brandur ásamt Tryggva + Kjartani hafa valdið heilabrotum hér og mörgum hlátursköstum.

Kveðja frá Sólarríkinu - á sundlaugarbakkanum með tölvuna í ró meðan ástmaðurinn hleypur eins og vitlaus maður um götur bæjarins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim