miðvikudagur, 2. janúar 2008

Góð ársbyrjun.

Töluverður fjöldi mætti á fyrstu æfingu ársins hjá Laugaskokki í dag. Óli stóð upp á polla og reyndi að koma tölu á hlauparana, ekki veit ég útkomuna, gæti trúað um 30 manns. Gaman að þjálfarinn skuli aftur vera kominn í hlaupaskóna.
Ég sá Helga og Davíð sem freistandi félaga á þessari æfingu. Það kom á daginn, enn einu sinni að Helgi er snillingur í að halda tempói, ég pantaði 5:30 til 5:40 tempó og garmurinn sýndi: 5.35 meðaltempó þegar æfingu lauk í Laugum 13km. síðar. Getur ekki verið nákvæmara. Davíð var sterkari en ég á þessari æfingu, en þar sem þetta var ekki keppni eins og á Gamlárs, þá verður þetta hvergi skráð svo það skiptir ekki máli;)
Ívar og Halldór, tveir Maiamifarar í stuði, hlaupu fram úr hópnum fyrstir og Bogga, Pétur Ísl. O.fl. Voru næsta holl.
Þórunn, Miamifari, er aldeilis að sanna sig sem hlaupari, hún hljóp með okkur nær alla leiðina. Kári, Gunni og Munda komu upp að okkur á miðri leið: “Hva er þetta ekki vaxandi æfing” Svo smá hurfu þau. Já já það geta þetta sumir.
Ég bætti við 2km. á brettinu á 5.30 til að ná 15km. samkv. Prógramminu. Ef ég held svona áfram þá verður þessi vika 92km.
Vigtin hefur ekki sýnt lægri tölu í marga mánuði, treysti á að ná upp þyngd um borð í skipinu góða sem mun bíða okkar að hlaupi loknu.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú getur fengið mína þyngd. Ég er ekkert að nota hana :)
Bibba

4. janúar 2008 kl. 10:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú mátt líka fá aðeins af minni, ekkert mál;) Og gleðilegt ár, þú stendur þig hrikalega vel. Ætlarðu að mæta í Mosó í fyrramálið? Kannski byrja kl. 9 með sáðfrumunum ásamt Sigrúnu og Öggu?
Ásta

4. janúar 2008 kl. 16:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim