laugardagur, 5. janúar 2008

Boggupuð og Öggusúpa!

Já, Laugaskokkarar eru sérdeilids heppnir að hafa svona góðar fraukur í hópum! Bogga styrkir okkur og stælir (en fólk þarf að mæta til þess að það gerist!) og Agga sér svo um að efla bragðlaukana! Í dag var hlaupið frá nýju WC stöðinni í Mosfellsbæ. Hlauparar fóru mislangt, en allir sameinuðust að lokum heima hjá Öggu, sem bauð upp á matarmikla gúllassúpu. Einnig voru á boðstólum súkkulaðikökur, í boði Ástu og Sigrúnar. Nammi, namm! Takk fyrir mig!

En aftur að Boggupuði. Ef ekki fer að rætast úr mætingunni í tímana, þá verður að leggja þá niður. Ég tel það mikilvægt fyrir okkur að halda þessum tímum inni, því almennar styrktaræfingar eru mikilvægar öllum hlaupurum.

Skora hér með á Laugaskokkara að mæta í puðið!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kl. 16:30 á föstudögum er of snemmt fyrir flesta.

5. janúar 2008 kl. 21:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim