miðvikudagur, 2. janúar 2008

Gamlárshlaup ÍR 2007

Prógrammið sagði: “Hlaupa Gamlárshlaup: Þetta hlaup á að hlaupa á útopnu án héra á 4:44 tempói”.
Hljóp að heiman í Oddfellowhúsið, sótti númerið og hitaði upp hring um tjörnina. Ákvað að láta kappklædd hafnfirsk hjón hafa áhrif á mig og hlaupa í jakkanum.
Á fjórða kílómetra, puðandi upp Lindabrautina finn ég hvernig hægist á mér eins og alltaf í brekkum, allir að fara fram úr mér, heyri ég: “Jæja Jóka, ég er kominn. Þvílíkt æði að fá stuðning upp Lindarbrautina og skýlingu það sem eftir var.
Fyrstu þrír km. voru á 14:10 nákvæmlega 2sek undir fyrirframætluðu tempói. Síðasti km. var svo á 4:25. Þannig að 4. 5. 6. 7. 8. og 9.km. voru greinilega ekki á réttu tempói því að í stað þess að enda á 47:20 eins og prógrammið sagði þá var lokatíminn 49:07

Margir voru skemmtilega klæddir í tilefni áramóta til dæmis voru tvær Glennur dulbúnar sem sáðfrumur. Ragna var eins og drottning í Samkvæmiskjól frá Báru.
Kona dagsins: Fjóla vinkona sem mætti með Kampavínflösku sem hún gaf vinkonu sinni að hlaupi loknu. Ótrúlega frábær.
Maður dagsins: Ásgeir Elíasson: Mjög eðlilegur skoti og góður fylginautur.
Flottasta konan: Bibba dulbúin í skrautlegum glæsihlaupafötum og silfurregnkápu.
Alltaf jafn gaman að fara í þetta hlaup.
Allir hlaupafélagar nær og fjær Takk fyrir enn eitt skemmtilegt ár í félagsskap ykkar.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir tilnefninguna ó þú áttir þetta skilið duglega vinkona mín Kv.Fjóla

2. janúar 2008 kl. 23:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk, Jóhanna mín :)

4. janúar 2008 kl. 10:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim