Allt ónýtt
Nei bara smá hálsbólga og hitavella. En það er ekki laust við að hlaupari sem ætlar að fara samviskusamlega eftir prógrammi finnist allt ónýtt ef hann missir af svona líka mikilvægri æfingu. Ég var að hugsa um að druslast í vinnuna í morgunn því ég tímdi alls ekki að missa af æfingu. En svo tekur pestin yfir og þá er manni slétt sama. Verð vonandi hress á morgunn og pirra mig þá enn meira á glataðri æfingu.
5 Ummæli:
Skemmtilegt að þú skulir taka það að þér að halda lífi í þessari síðu Jóhanna! Gaman að lesa:-)
Ekki skemmtilegar þessar pestir en bara að vera jákvæð, prógrammið er bara rétt að byrja þú massar þetta. Ein sem er líka búin að liggja í bælinu með pest. kveðja Hafdís
Saknaði þín í hálftímanum.
Láttu þér batna. Þú hefur þetta bara eins og Hafdís, - kemur sterkari til leiks eftir verðskuldaða hvíld :)
Bibba
Þegar ég er búin að ná mér í hnénu, þá stefni ég að því að hlaupa sem mest með þér. Vonandi verður það fljótlega. Kveðja, Elín
Takk fyrir kommentin stelpur. ekki laust við að þau hressi mann.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim