sunnudagur, 4. nóvember 2007

Haustfagnaðurinn - Uppgjör!

Þátttakendur í Haustfagnaðinum 2007: Takk fyrir daginn í gær, þið stóðuð ykkur frábærlega ;)

Fyrir þau sem ekki mættu, þá var dagskrá fagnaðarins þannig að kl. 15.00 í gær mættu Laugaskokkarar í 80's búningum í Laugar. Stemmingin var gríðarlega góð og sumir höfðu lagt mikinn metnað í búninana sína (látum myndirnar á eftir tala sínu máli!) Hvert lið var síðan sent út frá Laugum með eina stafræna myndavél til að taka myndir af verkefnum sem fyrir þau var sett. Nú, það er skemmst frá því að segja að fólk leysti þessi verkefni vel af hendi og liðin voru ótrúlega fljót að skila sér aftur í Laugar (enda afar kappsamir og metnaðirfullir einstaklingar í þessum hóp;). Eftir tregafull fataskipti í Laugum (sumir vildu bara vera áfram í sínum búningum um kvöldið!!) lá leiðin út í rútu sem flutti okkur í sal Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Þar var kjúklingapottréttur á boðstólum og massív súkkulaðikaka í eftirrétt. Liðin sáu síðan um skemmta hvort öðru með því að sýna myndirnar sem þau tóku um daginn og útskýra hvernig þau leystu verkefnin af hendi. Að lokum var salurinn rýmdur svo ærslafullir og dansþyrstir hlauparar hefðu pláss til þess hrista skanka sína undir dúndrandi 80´s tónlist (tja, svona þegar græjurnar voru til friðs ;)

Skemmtilegur dagur, skemmtilegt fólk, skemmtilegt þema, skemmtilegar útfærslur......
Fyrir hönd skemmtilegu nefndarinnar þakka ég fyrir okkur ;)


Myndir af liðunum

Liðið hennar Elínar:


Hafdísar lið (vantar Kristínu og Þórir):


Ingu lið:


Gullu lið:


Sigrúnar lið:


Mundu lið:


Eddu lið:



Jóhönnu lið:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mjög vel heppnað, allt saman.

4. nóvember 2007 kl. 15:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Allt til fyrirmyndar:o)

4. nóvember 2007 kl. 17:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Geðveikt stuð:)

4. nóvember 2007 kl. 17:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ótrúlega gaman.kveðja Hafdís

5. nóvember 2007 kl. 13:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þið eruð laaaang flottust!

Langar annars að benda ykkur á nýja ansi skemmtielga síðu: blikar.net
Þar eru fréttir úr hlaupaheiminum og ýmislegt annað skemmtilegt sem tengist íþróttum.
Að sjálfsögðu er þar linkur inn á laugaskokks síðuna! :)

6. nóvember 2007 kl. 17:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim