laugardagur, 12. desember 2009

Takk eina ferðina enn fyrir mig . 177 pistill.

Að mæta á hlaupaæfingu hjá hlaupahópnum sínum eftir mánaða pásu er næstum eins ánægjulegt og að koma heim eftir langt frí (afsakið væmnina en svona verður maður eftir 10 ár í hlaupahópi). Rúmlega 20 manns voru mættir og Snati.
Byrjunaræsingurinn var óvenju lítill í hópnum þannig að við hlupum mörg saman lengur en oft áður.
Við nokkrar skvísur ásamt heiðursmönnunum Baldri og Ingólfi Sv. héldum hópinn nær alla leið. Í Kópavoginn hlupu fram úr okkur: Ívar, Halldór, Ingólfur Örn og Ævar ásamt Ólöfu sem kallar greinilega ekki allt ömmu sína, framúr. Ég var orðin svolítið orkulaus á síðustu km. En ekki klikkaði félagslega netið og við brúna yfir Kringlumýrarbrautina beið hópurinn og bauð orkuleysingjanum upp á að velja milli súkkulaði og ávaxtagels. Hvort það var gelið, hugulsemin eða Bibbuhittingurinn rétt áður sem virkaði þá leið mér miklu betur það sem eftir var af æfingunni. Takk eina ferðina enn fyrir mig.
Í upphafi var æfingin lögð upp sem 19.km á 6mín. pace. Elín ætlaði rólega og ég þéttingshratt sem smellpassaði í sömu æfinguna. Elín stóð við sitt og gott betur því hún druslaði mér áfram í letiköstunum. Þetta endaði í 6.09 pace. Þessir 09 eru skrifaðir á pissustopp, nokkur götuljós og Bibbu ;).

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim