sunnudagur, 20. desember 2009

Kakóhlaup frá Árbæjarhlaup. Fórum Elliðavatnshringinn. Mjög vel mætt og góð stemming. Svolítið kalt en fundum ekki svo fyrir því fyrr en í lokinn. Þetta var mikið félagshlaup. Stíf prógröm lögð til hliðar og mörg spjöll tekin á leiðinni (nema Hrafnhildur hljóp eins og hún ætti lífið að leysa, svaka vaxandi, hékk í tveimur herramönnum og endaði æfinguna undir 5 mín tempói lofar góðu fyrir gamlárs- best að vara sig).
Hittum Árbæjarskokkra, mínus Fjólu vinkonu, Það var líka jólakakó hjá þeim í sal laugarinnar. Hressir eins og hlauparar og Árbæingar eru almennt.
Kakóið hjá Davíð og Ólöfu var ekki kakó heldur ekta súkkulaði. Troðið hús og troðið í sig og allt mjög vel heppnað. (Sérstaklega gaman hjá okkkur Kollu ;). Mikið er nú hvílandi og hressandi um leið að bulla og hlæja með félögunum.
Davíð og Ólöf takk kærlega fyrir gestrisnina einu sinni enn.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna, það var virkilega gaman hve margir áttu heimangengt. Þetta er stór og glæsilegur hópur, og alls ekki síðri svona borgaralega klæddur eins og hann mætti í gær. Við vonum að kaloríurnar eigi eftir að reynast vel í sprettunum á mánudaginn og hlökkum til að sjá ykkur þá.

Ólöf og Davíð

20. desember 2009 kl. 13:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir mig.

Kv. Bogga

23. desember 2009 kl. 11:11  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim