þriðjudagur, 15. desember 2009

Jólahálftíminn og afmælisboð.

Jólahálftíminn. Haldið var upp á “10 ára afmæli hálftimans” í morgunn. Þáttökumet var slegið og mættir yfir 20 manns. Veðrið lék við liðið, svalt og kyrrt.
Mættir voru ýmsir gamlir hálftímamenn sem hafa ekki sést samanlagt í áraraðir, göngudeildin mætti vel, ýmsir áhangendur hálftímans og aðdáendur, ásamt þeim sem undanfarið hafa haldið merkjum Hálftímans á lofti og stóðu svona líka vel að því að auglýsa jólatímann í ár. Árangurinn varð líka eftir því. Flestir hlupu hálftímann á 33 mínútum. Einhver skot voru á leiðinni um hvort þetta væri ekki félagshlaup- ætti bara að rjúka áfram. En þá sem ekki langaði ekki í rjúkið fóru Bibbuna - en hvar vara Bibba? Summi mætti með myndavél og tók fullt af myndum.
Pétur F. einn af forsprökkunum – kom sérstaklega. Hann tilkynnti að þetta væri ekki 10 ára afmæli heldur eitthvað miklu meira ;)
Potturinn: Líflegar umræður að vanda. Eina afsökunin sem var tekin smá til greina er ef þú ert með brjóstmylking, hinir eru bara aumingjar. Kiddi: sást ekki en heyrðist að hann væri búinn að skipta um pott. Menn voru sammála um að Stebbi ætti metið (24 eitthvað held ég) hann hafði hitað upp og svo spítt framúr hinum á leiðinni en hafði ekki sést leggja af stað – sennilega hefur hann nú gert það.;) Hann átti víst líka hugmyndina um nafnið.
Jólaafmælisborðið var hlaðið kræsingum – Lögg + Sirrýarsmáköku + allskonar góðgæti – ég minnst nú ekki á blúndurnar+rjómann frá Júlla- maður hreinlega féll í trans.
Samband náðist við upphafsmann hálftímanns, Magga Sig. sem sagði að hálftíminn væri 13 eða 14 ára svo við getum kannski haldið upp á 15 ára afmæli næst. Margar sögur, metingur, pólitík þunga- og léttavigtir og margt fleira væri hægt að rifja upp, geri það á næsta ári þegar við höldum uppá 15 ára afmælið.

Mikið er nú alltaf gott að mæta í hálftímann. Ég skil bara ekkert í því af hverju maður gerir það ekki miklu oftar.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Tek undir að það var vel þess virði að drífa sig einu sinni á fætur á ókristilegum tíma svona fyrir þetta hátíðlega tilefni. Það hlýtur að teljast sérstakur heiður og forréttindi að fá að taka svona þétta tempo æfingu í góðum félagsskap. Nú get ég með "góðri" samvisku skrópað á æfingunni seinnipartinn ;-)
Hrafnhildur

15. desember 2009 kl. 11:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim