miðvikudagur, 31. október 2007

Hvað er þetta blogg að gera hér???

Jú, þannig er mál með vexti að nokkrir Laugaskokkarar hafa tekið sig saman og sett upp þetta blogg.
Hugmyndin er að hér verði hægt að koma upplýsingum betur áleiðis heldur en með athugasemdakerfinu (sem þó verður ekki tekið út).
Þeir sem hafa áhuga á að gerast pennar láti í sé heyra á æfingu.

Nú, svo má náttúrulega byrja á því að ítreka fyrir þeim sem ætla að taka þátt í Haustfagnaðinum að mæta í sérlegu góðu stuði á laugardaginn ;) Þið hin sem ekki mætið....þið vitið ekki af hverju þið eruð að missa!

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sniðugt framtak þetta, glæsilegt:o)
Hlakka rosalega til á laugardaginn, kem sko þokkalega þótt ég verði skríðandi út um allt með hor í nös.. hehe..
Kv. Sveinbjörg lasarusinn;o)

31. október 2007 kl. 19:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Baráttuandinn allsráðandi Sveina! Flott þetta ;)

Og já, viljum endilega fá komment hér inn um það hvað fólki finnst um þessa viðbót við síðuna.
kv Helga

31. október 2007 kl. 21:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Líst mjög vel á þetta. Gæti verið freistandi að gerst penni. Peppa sjálfan sig og kannski aðra í Maiamimaraþon undirbúningi.(Æfa ritstílinn í leiðinni,ekki veitir af).

31. október 2007 kl. 22:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er flott framtak. Sjálf mun ég ekki blogga þar sem ég hef aldrei neit að segja:-) Djók! En mér finnst gaman að lesa blogg. En svo má líka peppa fólk í Boston undirbúning! Sjáusmt í kvöld stelpur.

1. nóvember 2007 kl. 11:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært hjá ykkur:)

1. nóvember 2007 kl. 14:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott framtak! :)
Skemmtið ykkur æðislega vel á morgun...ég veit að spenningurinn er í hámarki í Hafnarfirðinum

2. nóvember 2007 kl. 13:58  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim